mið., 18. sep.

|

Súluvegur 2 - Við hliðina á MÚRlagernum

Byrjendanámskeið - Kundalini Jóga - Hefst mið. 18. sept. 4 skipti

Langar þig í betri líðan, liðka og styrkja hug, líkama og sál!

Námskeið fullt, þú kemst á biðlista! Við höfum samband!
Sjá aðra viðburði!
Byrjendanámskeið - Kundalini Jóga - Hefst mið. 18. sept. 4 skipti

Tími- og staðsetning

18. sep. 2019, 17:30 – 19:00

Súluvegur 2 - Við hliðina á MÚRlagernum, Súluvegur, Akureyri, Iceland

Nánar um námskeið/viðburð

Byrjendanámskeið - Kundalini Jóga - 4 skipti

Kennt er á miðvikudögum kl. 17:30 -19:00.

Kennsla hefst þann 18.september 2019

Verð: 10000.- 

Farið er í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Kenndar eru líkamsstöður, líkamsbeiting, möntrur og öndunaræfingar. Í Kundalini jóga eru kenndar “kriyur”, sem er samsetning ákveðinna æfinga í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Sem dæmi, þá eru ákveðnar kriyur sem miða að því að styrkja meltingarkerfið, hjartað, nýrun og ónæmiskerfið, en allar eiga það sameiginlegt að styrkja flæði lífsorkunnar og auka núvitund.  

Kundalini jóga er ævaforn leið og var í upphafi aðeins kennt frá kennara til nemanda en Yogi Bhajan taldi 1963 að tími væri kominn til að opna fræðin fyrir almenningi. Kundalini jóga (Yogi Bhajan) er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga.

Leiðbeinandi: ÞórunnÓttarsdóttir, Kundalini Jógakennari