lau., 16. nóv.

|

Súluvegur 2 - Við hliðina á MÚRlagernum

Jóga Nidra - Djúpslökun - BARNAVIKAN - FRÍTT - Lau. kl. 12:00-13:00

Leyfið ykkur að koma saman og hvíla inn í dásamlegu rými með fögrum tónum, ást og kærleika!

Námskeið fullt! Þú ert komin á biðlista! Þú kemst fljótlega að :-) Ég sé til þess, kær kveðja, Rósa
Sjá aðra viðburði!
Jóga Nidra - Djúpslökun - BARNAVIKAN - FRÍTT  - Lau. kl. 12:00-13:00

Tími- og staðsetning

16. nóv. 2019, 12:00 – 13:00

Súluvegur 2 - Við hliðina á MÚRlagernum, Súluvegur, Akureyri, Iceland

Nánar um námskeið/viðburð

Eina skilyrði sem þarf, er að koma í þægilegum fötum og geta haft eirð í sér til að liggja og kúra hljóðlega í tæpa klukkustund! 

Komið saman, fjölskylda og kúrið saman á eggjabakkadýnum með teppi og púða... í gegnum slökun og vellíðan! 

Ef getið þá væri dásamlegt að grípa mögulega uppáhaldsteppið eða púðann með... eða jafnvel bangsan... hann gæti langað í slökun líka ;-) Hlakka til að njóta með ykkur, kær kveðja Rósa Matt. 

- - - - - - - 

Jóga Nidra - Djúpslökun 

 Yoga Nidra hugleiðsla/djúpslökun gefur þér tækifæri til að fara inn á innsta og dýpsta stig slökunar þar sem allur líkami þinn og tilvera er endurreist í sitt náttúrulega heilsufar, orku og frið. Jóga Nidra getur hjálpað þér að endurheimta heilsu, losa um áhrif langvarandi umframspennu og endurheimta endurnærandi svefn. Taktu þér hlé frá áreiti lífsins! 

Jóga Nidra: 

- Framkallar dýpri afslappaðan svefn

- Veitir djúpa heilun og þú endurheimtir smám saman orku líkamans

- Við djúpa hvíld styrkist viðmót þitt gegn streitu 

- Bætir einbeitingu og einbeitingu. 

- Flýtir fyrir heilunarferli og margt, margt fleira… 

- Með ástundun Jóga Nidra getur þú fundið fyrir meiri orku, afeitrunareinkennum og fundist þú yngri og enn meira geislandi.. 

Komið í þægilegum hlýjum mjúkum umvefjandi fötum, drekktu allan vatnsskammt fyrri part dagsins, svo að þú þurfir ekki að stökkva upp úr slökuninni þessa stund ;-) Við liggjum á eggjabakkadýnu ofan á jógadýnunni, notum púða og teppi til að aðlaga enn betri hvíldarstöðu! 

Leiðbeinandi: Rósa Matthíasdóttir, Kundalini/ & Jóga Nidra; MPNLP; Leiðtogafærni og stjórnun...