lau., 19. mar.

|

Hjartað í Hrafnagilsskóla

Kundalini- og Jóga Nidra með Rósu Matt. - Loksins ;-) aftur!

Byrjum á ljúfum Kundalini Jóga æfingum og hugleiðslu, förum svo djúpt í endurnærandi Jóga Nidra. Engin reynsla þörf. Verður haldið í Hjartanu í Hrafnagilsskóla

Skráningu lokið - því miður
Aðrir viðburðir
Kundalini- og Jóga Nidra með Rósu Matt. - Loksins ;-) aftur!

Tími- og staðsetning

19. mar., 11:00 – 13:30

Hjartað í Hrafnagilsskóla , Hrafnagil, Iceland

Nánar um námskeið/viðburð

Loksins - Loksins er ég að hefjast handa aftur! Eftir Covid og eftir ... ... ... 

Ef þú þráir að tengjast þér dýpra, upplifa styrk, kærleika, frið og djúpa slökun, komdu þá og prufaðu, þessa einstöku leið til uppbyggingar og hvíldar! Kundalini- og Jóga Nidra tími. 

Kundalini jóga / Lífsorku jóga er markvisst jógakerfi með eflandi jóga og öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun. Unnið er að því að því að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi orkustöðva og víkka vitund okkar.

Með því að ástunda kundalini jóga styrkjum við taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið og komum jafnvægi á líkama, huga og sál. Jóga þýðir sameining. Þegar við vekjum upp okkar eigin orku finnum við að streitan minnkar en viljastyrkur og lífsgleði eflast.

Kundalini jóga samanstendur af æfingum eða stöðum (asana), með ákveðinni öndun (pranayama), handa- og fingrastöðum (mudra), líkamslokum (bandha), tónun (mantra) og íhugun (meditation), saman eða í ákveðinni röð til að skapa ákveðin áhrif. Þessi vísindi hafa verið kennd í klaustrum á Indlandi og í Tíbet í þúsundir ára.

Kundalini jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðrum tegundum jóga. (https://www.jogasetrid.is/yoga-classes/kundalinijoga/) 

Jóga Nidra (djúpslökun) fyrir alla, unga sem aldna, konur og karla. Bara hafa getu til að halda ró, liggja kyrr, þiggja slökun og fylgja leiðbeiningum. Fjölskyldur og makar geta komið saman og legið þar nærri hvert öðru - dásamleg slökunarstund - sameiningarstund.

Komið í þægilegum hlýjum fötum og sokkum. Við djúpa slökun þá kólnar líkaminn og nær mikilli endurnýjun. Slökun þarf að þjálfa jafnt og þrek, með endurtekningu næst betri, dýpri hvíld og nærin