top of page

Jóga Nidra - Djúpslökun

Jóga Nidra er forn svefn-hugleiðslutækni sem hefur kraftinn til að fara með þig inn á innstu og dýpstu stig slökunar, þar sem allur líkami þinn og sál eru böðuð hugarró og djúpri kyrrð. Jóga Nidra opnar upp falda krafta undirvitundarinnar, sem og æðri vitundarstöðvar þínar, þar gefst möguleiki til að eyða sjálfseyðandi venjum og hegðunarmynstrum áreynslu-

laust. "Jógar" segja að 45 mínútur af Yoga Nidra séu jafn endurnærandi og þriggja tíma svefn.

Kæri iðkandi, hér leiði ég þig inn í Jóga Nidra - Djúpslökun. Þessi upptaka leiðir þig inn í æfingu sem nefnist spenna og slökun á víxl, ég mæli með því að þú fylgir fyrirmælum mínum eftir fremsta megni, þeim mun dýpri verður slökun þín. Eftir spennu og slökun leiði ég þig rólega í gegnum djúpa slakandi jógaöndun. Það eina sem þú þarft að gera er að koma þér vel fyrir sitjandi eða liggjandi og leyfa þér að verða ekki fyrir utanaðkomandi truflun. Reyndu eftir fremsta megni að halda meðvitund vakandi og hlusta á rödd mína, en það er samt í góðu lagi að sofna, þú munt samt njóta áhrifanna. Finndu þína bestu hvíldar stöðu og leyfðu þér að þiggja dýrmæta stund “þú með þér!”

Ýttu á myndina hér til vinstri til að opna hljóðfælinn.

Jóga Nidra - Djúpslökun - 1. þáttur.

  • Spenna og slaka á víxl

  • Fullkomin jógaöndun 

 

Leiðbeinandi: Rósa Matt

  • Spenna og slökun á víxl: hreyfir við staðnarði spennu (minni spenna dregur úr tilhneigingu til kvíða), hægir á hjartslætti og getur mögulega lækkað blóðþrýsing, hefur góð áhrif á svefnleysi og ónæmiskerfi, meltingu, háan blóðþrýsing langvarandi höfuðverki, verki, mildar fælni (fóbíu): einnig mjög góð æfing fyrir börn sem fá skapofsaköst.

  • Fullkomin jógaöndun: við getum lifað í 6 mánuði án matar, viku á vatns, en aðeins 4-6 mínútur án súrefnis. Tilfinningalegt viðnám situr í andardrættinum, með öndun hreinsum við út eiturefni sem safnast upp í líffærum líkamans. 

bottom of page